Listaverk.is er stafrænt uppboðshús sem sér um vefuppboð á listaverkum í samstarfi við galleríið Listheima. Rafræna uppboðskerfið okkar gerir notendum kleift að kaupa og selja listaverk í gegnum vefinn. Við erum til húsa við Ránargötu 18, þar er hægt að skoða uppboðsverk. Opið samkvæmt samkomulagi, hafið samband listaverk@listaverk.is
Listheimar bjóða upp á reglulegar myndlistarsýningar, sölumiðlun listaverka í frumsölu og endursölu ásamt innrömmun á listaverkum.
Eigandi Listheima er Viktor Pétur Hannesson, listfræðingur og myndlistarmaður. Hann er einnig með vinnustofu sína í Listheimum.