Algengar spurningar

Uppboðskerfið

TEST

Hámarksboðið þitt er sú upphæð sem þú ert tilbúin/n að greiða fyrir verkið hverju sinni.

 

Hámarksboð virka þannig að viðskiptavinur velur hvaða hámarksverð hann vill bjóða í verkið, en það er ekki endilega verðið sem hann greiðir. Kerfið passar upp á að kaupandi greiði lægsta mögulega verð fyrir það verk sem er verið að bjóða í. Listaverk.is býður sjálfkrafa fyrir kaupandann þar til lágmarksverði hefur verið náð, sem og ef einhver annar býður hærri upphæð, svo lengi sem sú upphæð er undir skráðu hámarksboði kaupanda. Þannig er hámarksboð það hámarksverð sem kaupandi mun borga, en þó er alltaf tryggt að endanlegur kaupandi greiði lægsta mögulega verð sem er yfir boðum mótbjóðenda.

Notendur vita ekki hvert hámarksboð annarra bjóðenda er.

Lágmarskverð er trygging seljanda gagnvart því að verkið seljist á of lágu verði. Ef að hamarshögg er undir lágmarksverði þá selst verkið ekki. Hæstbjóðandi fær þá ekki verkið og seljandinn selur ekki verkið.

Þegar þú átt hæsta núverandi boð í verk þá stendur á uppboðssíðu verksins “Þú átt hæsta boð í verkið” (sjá mynd 1.)
Ef þessi setning er hvergi sjáanleg, átt þú ekki hæsta boð í verkið. 

Mynd 1.

 

 

Þú getur einnig séð hvort þú eigir hæsta núverandi boð í verk með því að fara inn á “Mínar síður” (táknið uppi í hægra horninu), þar sérðu yfirlit yfir þau verk þar sem þú átt hæsta núverandi boð (sjá mynd 2.) 

Mynd 2.

Það getur komið fyrir að tvö jafnhá boð berist í verk. Það gerist oftast vegna þess að annar aðili er búinn að bjóða jafnháa upphæð áður en þú skráðir þitt hámarksboð, eða þá að hans hámarksboð sé hærra.

 

Í tilvikum sem þessum þá er það sá sem bauð fyrst sem er hæstbjóðandi.

Meginreglan er sú að ef boð berst í verk þegar innan við þrjár mínútur (180 sek.) eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um tvær mínútur (120 sek.).

Já, öll tilboð sem berast í listaverk í gegnum listaverk.is eru skuldbindandi. Sjá skilmála fyrir ítarlegri upplýsingar.

Nei, öll boð eru skuldbindandi. Ef eitthvað fer úrskeiðis vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á netfangið listaverk@listaverk.is

Kaupa verk á listaverk.is

Test

Já, öll verk á uppboðum eru til sýnis í sýningarsal Listheima við Súðarvog 48, 104 Reykjavík

Ef þú átt hæsta boð við hamarshögg (við lokun uppboðs) færðu sjálfkrafa tölvupóst á netfangið sem þú skráðir, með staðfestingu þess efnis.
Í tölvupóstinum eru allar helstu upplýsingar um afhendingu, greiðslu o.s.frv. 

Þegar unnið hefur verið úr uppboðsgögnum mun krafa verða send kaupendum í netbanka innan 3ja virkra daga eftir lok uppboðs. Ef áhugi er á að greiða á annan máta er hægt að senda fyrirspurn þar um á listaverk@listaverk.is

Afhending seldra verka fer fram í sýningarsal Listheima við Súðarvog 48, 104 Reykjavík.

Selja verk á listaverk.is

TEST

Listaverk.is tekur á móti ýmis konar listmunum til sölu á vefuppboðum. Best er að senda okkur póst með upplýsingum og  myndum á listaverk@listaverk.is og við tökum ferlið áfram.

Eftir að tekið hefur verið við myndum og upplýsingum um listaverk, er unnið verðmat á verkinu og er verðmatið ásamt upplýsingum um næsta uppboð sent til baka. Þegar uppboði er svo lokið er andvirði sölunnar greitt  til seljanda að frádreginni söluþóknun.

Verðmat verkanna er byggt á ýmsum upplýsingum, meðal annars höfundi verks, stærð og tegund þess og síðast en ekki síst á sögulegum upplýsingum um söluverð svipaðra verka.

Annað

TEST

Eins og er, þá er einungis boðið upp á listaverk og skúlptúra til sölu en ýmsir aðrir möguleikar eru þó opnir, best er að senda fyrirspurn á listaverk@listaverk.is

Á uppboðum er lagt 10% uppboðsgjald ofan á slegið verð ásamt fylgiréttargjaldi skv. höfundalögum nr. 73/1972, sem hæstbjóðandi greiðir ásamt kaupverði. Á góðgerðaruppboðum á vefnum listaverk.is er ekki lagt uppboðsgjald ofan á hamarshögg og fylgiréttargjaldið er innifalið í slegnu verði við hamarshögg.

Scroll to Top