SKILMÁLAR

Gildissvið 

 

Skilmálar þessir gilda um vefuppboð Listheima ehf. og vefsíðunnar Listaverk.is. Með því að skrá sig sem notanda á vefnum Listaverk.is lýsir notandi því yfir að hann hafi lesið vandlega, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni ásamt þeim breytingum sem kunna að verða á þeim í framtíðinni.  

Listaverk.is og uppboðsstjóri Listheima ehf. áskilja sér rétt til breytinga á skilmálum þessum einhliða og án fyrirvara. Breytingar taka gildi strax eftir að uppfærð útgáfa skilmálanna hefur verið birt á vefsvæðinu Listaverk.is.

Með samþykki sínu á skilmálum vefsíðunnar Listaverk.is veitir notandi samþykki sitt til framangreindra aðferða við breytingar á skilmálunum og upplýsingagjöf til hans. 

Notandi samþykkir þessa skilmála með því að stofna notendaaðgang (Nýskráning) á vefsíðunni Listaverk.is. 

Samþykkt skilmálanna er skilyrði fyrir notkun þjónustunnar. 

Uppboðsstjóri er Viktor Pétur Hannesson kt. 281187-2369, fyrir hönd Listheima ehf. Kt. 600412-0270.  

Uppboðsskilmálar 

Skilmálar þessir gilda um uppboð sem fara fram á vefnum Listaverk.is. Auk skilmála þessa gilda ákvæði l. 99. l. 50/2000 um lausafjárkaup að því marki sem skilmálarnir mæla ekki fyrir um á annan hátt en þau ákvæði. Ekki er þó skylt að lesa upp uppboðskilmála áður en uppboð hefst.  

Aðgangur að vefnum Listaverk.is er einungis veittur fjárráða einstaklingum með skráða íslenska kennitölu og er aðeins skráðum notendum heimilt að nýta aðgang að uppboðsvefnum. Fyrirtæki mega þó skrá sig inn en þá og því aðeins að notandi með prókúruumboð frá fyrirtækinu standi á bak við skráninguna.  

Hvorki Listaverk.is né uppboðsstjóri f.h. Listheima ehf. bera ábyrgð á að einstaklingar sem skrá sig sem notendur að þjónustu á vefsíðunni séu lögráða, fjárráða eða sjálfráða, eða búi yfir þroska, reynslu og skilningi á því sem felst í notkun vefsíðunnar og þjónustu hennar. Ef notandi skráir rangar persónuupplýsingar af ásettu ráði við nýskráningu aðgangs, þá getur sá aðili átt yfir höfði sér bótakröfu fyrir því tjóni sem hann kann að hafa valdið.

Ástand verka

Öll listaverk eru seld í því ástandi sem þau eru í þegar þau eru seld hæstbjóðanda.

Kaupendum hefur verið gefið tækifæri á að kynna sér ástand uppboðinna verka í sýningarsal Listheima ehf. þar sem verkin hafa verið til sýnis fyrir uppboð og á meðan uppboðið stendur yfir. Er litið svo á að gallar sem kunna að vera á seldu verki séu ávallt á ábyrgð kaupanda og honum kunnir við kaupin, hvort sem þeir eru sýnilegir eða ekki, og ekki á ábyrgð uppboðsstjóra f.h. Listheima ehf., forsvarsmanna Listaverk.is né seljanda, hvort sem kaupandi hefur nýtt sér færi á að skoða hið keypta eða ekki, fyrir kaupin.  

Hvorki Listaverk.is né uppboðsstjóri f.h. Listheima ehf. bera ábyrgð á ef kaupandi telur sig hafa orðið fyrir tapi verði hann af kaupum á verki sem hann býður í og eru ekki skaðabótaskyldir gagnvart slíku. 

Verk á uppboði á vegum Listheima ehf. og Listaverk.is eru ávallt athuguð eftir fremsta megni af þekkingaraðila áður en þau eru sett fram á uppboð. 

Breytingar á uppboði

Uppboðsstjóri áskilur sér rétt til þess að breyta dagsetningu og/eða tímasetningu uppboðs telji þeir það nauðsynlegt vegna utanaðkomandi aðstæðna. Eins áskilur uppboðsstjóri sér rétt til að fjarlægja verk af uppboðum áður en uppboði lýkur ef nauðsyn krefur. 

Uppboðsstjóri áskilur sér rétt til að stýra verðmati og hækkun boða á þann hátt sem hann telur réttan hverju sinni. Enn fremur áskilur uppboðsstjóri sér rétt til að synja boðum sem ná ekki því lágmarksverði sem er sett áður en uppboð hefst. Ekki eru samþykkt boð undir eitt þúsund krónum á uppboðum.  

Boð í síma og fyrirframboð
Ef einstaklingur hefur áhuga á að taka þátt í uppboði en getur ekki eða treystir sér ekki til að taka þátt í uppboðinu á vefnum, þá er hægt að hafa samband við umsjónaraðila listaverk.is á netfangið listaverk@listaverk.is eða í síma 546-4445. Umsjónaraðilar listaverk.is geta boðið í verk fyrir hönd annarra ef umboð um slíkt liggur fyrir.

Uppboðs- og fylgiréttargjöld
Á uppboðum er lagt 15% uppboðsgjald ofan á slegið verð. Fylgiréttargjald skv. höfundalögum nr. 73/1972, er innifalið í uppboðsgjaldi sem hæstbjóðandi greiðir. Á góðgerðaruppboðum á vefnum Listaverk.is er ekki lagt uppboðsgjald ofan á hamarshögg og fylgiréttargjaldið er innifalið í slegnu verði við hamarshögg.

Fylgiréttargjaldið skal innheimt í samræmi við ákvæði höfundalaga en það skal greiðast í íslenskum krónum og reiknast miðað við sölugengi evru, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands, á söludegi með eftirfarandi hætti:

  1. 10% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar að hámarki 3.000 evrum;
  2. 5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 3.000,01 evru upp í 50.000 evrur;
  3. 3% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 50.000,01 evru upp í 200.000 evrur;
  4. 1% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 200.000,01 evru upp í 350.000 evrur;
  5. 0,5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 350.000,01 evru upp í 500.000 evrur;
  6. 0,25% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar fjárhæð umfram 500.000 evrur.

Gjaldið skal þó aldrei nema hærri en fjárhæð sem samsvarar 12.500 evrum á sölugengi evru á söludegi.  

Framlenging á uppboðstíma verka

Ef boð berst í verk þegar innan við þrjár mínútur (180 sek.) eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um tvær mínútur (120 sek.), nema annað sé tekið fram.

Uppboðslok

Þegar uppboði lýkur er hæstbjóðanda send kvittun/skuldaviðurkenning í tölvupósti vegna kaupanna.

Rísi ágreiningur um eða óljóst sé af einhverjum ástæðum hver eigi hæsta boð þegar verk er slegið,  ákveður uppboðsstjóri hvort viðkomandi verk verður boðið upp á ný eða skorið úr ágreiningnum með öðrum hætti. Hafi tveir eða fleiri kaupendur sannanlega boðið sama verð í eitt og sama verkið við lok uppboðs skal það slegið þeim sem fyrstur bauð sé unnt að greina hver bauð fyrst. Að öðrum kosti skal verkið boðið upp á ný. 

Sé verk slegið hæstbjóðanda verða aðrir bjóðendur sama verks óbundnir af boðum sínum. 

Greiðsla fyrir keypt verk skal innt af hendi eigi  síðar en á eindaga útgefinnar greiðslukröfu sem gefin er út eftir að uppboði lýkur. 

Greiði kaupandi ekki innan tilskilins tíma fyrir keypt verk án þess að hafa samið sérstaklega um greiðsluna áskilur uppboðsstjóri sér rétt til að hefja innheimtu skuldarinnar. Skal þá allur kostnaður sem á kröfuna kann að hafa fallið greiddur af kaupanda. Hafi kaupverð ekki verið innt af hendi innan 5 virkra daga frá eindaga útgefinnar kröfu er uppboðsstjóra heimilt að rifta kaupunum án frekari fyrirvara. Riftun breytir því ekki að kaupandi telst ábyrgur fyrir greiðslu alls kostnaðar sem þá kann að hafa fallið á kröfuna.  

Sækja ber keypt verk í Listheima ehf., Súðarvogi 48, Reykjavík innan 10 virkra daga frá greiðslu. Eftir það reiknast geymslu- og tryggingagjald sem er kr. 5.000 fyrir hverja 7 daga eftir að sá frestur er liðinn. Ef verk er ekki sótt innan 90 daga frá greiðslu, áskilur uppboðsstjóri sér rétt til að bjóða viðkomandi verk aftur upp eða farga því. 

Varnaglar vegna tæknivandamála 

Leiði bilun eða ófullkomleiki uppboðsvefs til þess að kauptilboð kemst ekki til skila (skráist ekki) og leiði til þess að bjóðandi verður af kaupum á bjóðandi engan rétt til skaðabóta.    

Hvorki uppboðsstjóri né ábyrgðar- og umsjónaraðilar vefsins Listaverk.is bera ábyrgð á því ef tæknilegir vankantar hjá hugbúnaði kaupanda leiða til þess að boð berist ekki inn á uppboðsvefinn. 

Persónuvernd og trúnaður
Ábyrgðar- og umsjónaraðilar Listaverk.is og uppboðsstjóri Listheima heita kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila nema samkvæmt lagaskyldu. 

Stefna persónuverndar Listaverk.is gildir um allar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem fyrirtækið kann að safna gegnum vefinn Listaverk.is eða með öðrum rafrænum samskiptum. Stefnan hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Notendur vefsins geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu um notkun á slíkum upplýsingum.

Með nýskráningu samþykkir notandi að veita Listaverk.is heimild til tölvupóstsendinga á skráð netfang notanda. 

Listaverk.is safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini sína. Gildir það um heimsóknir á vefinn Listaverk.is og önnur rafræn samskipti.

Vafrakökur (e. cookies)
Vafrakökur eru textaskrár sem vafrar (t.d. Google Chrome, Mozilla Firefox o.fl.) vista á tölvum notenda að beiðni vefþjóna. Þegar þú heimsækir vefsíðu sem þú hefur farið á áður biður vefþjónninn vafrann um kökuna sem send er til hans. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til hvaða vinnslu sem er, t.d. getur kaka geymt notandanafn þitt og lykilorð og stillingar vefsíðu gætu einnig breyst eftir að kaka frá tölvunni þinni hefur verið lesin.

Vafrakökur hafa ákveðið gildistímabil og vafrinn eyðir kökunni þegar sá tími er runnið út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá upplýsingarnar sem kakan geymir.

Vafrakökur okkar innihalda ekki persónuupplýsingar og aðrar vefsíður geta ekki lesið neitt sem er í vafrakökum frá okkur. Netþjónar Listaverk.is geta einnig aðeins lesið vafrakökur okkar en ekki frá öðrum vefsíðum.

Með því að samþykkja skilmála okkar, samþykkir þú notkun á vafrakökum sem veitir okkur heimild til þess að safna og greina ýmsar upplýsingar.

Viljir þú ekki nota vafrakökur getur þú breytt stillingum í vafranum þannig að hann noti þær ekki.

Varnarþing

Varnarþing Listheima ehf. og Listaverk.is er við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Ábyrgðaraðili uppboðs

Listheimar ehf.
Kt. 600412-0270 – VSK nr. 110812
Sími 787-8288
Netfang: viktor@listheimar.is
Súðarvogur 48, 104 Reykjavík

Umsjónaraðili uppboðsvefs:

Ox ehf.
Kt. 520124-3490
Sími: 546-4445
Netfang: listaverk@listaverk.is
Sunnuvegur 1, 104 Reykjavík

Scroll to Top