Erró (1932)

Red Sonja
Gerð: Olía á striga
Stærð: 65 x 105 cm.
Ártal: 2014
Merkt

Um listamanninn

Guðmundur Guðmundsson, öðru nafni Erró (f. 1932), er tvímælalaust þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Eftir nám á Íslandi innritaðist hann í listaakademíuna í Ósló tvítugur að aldri. Árið 1954 stundaði hann nám við listaakademíuna í Flórens og síðan í Ravenna þar sem hann lagði áherslu á gerð mósaíkmynda. Hann fluttist til Parísar árið 1958 og var þar tekið opnum örmum í hópi súrrealista. Árið 1963 fór Erró í fyrsta sinn til New York og komst í kynni við popplistina sem þá var að ryðja sér til rúms. Næstu ár fékkst hann við ýmiss konar listform, svo sem gjörningalist og tilraunakennda kvikmyndagerð auk málaralistar. Hann varð brátt einn af forvígismönnum popplistarinnar og evrópska frásagnarmálverksins (narrative figuration).

Scroll to Top

Fyrirspurn um verk í umboðssölu