Karólína Lárusdóttir (1944-2019)

Án titils
Gerð: Olía á striga
Stærð: 30 x 30 cm.
Ártal: Óþekkt
Merkt

Um listamanninn

Karólína Lárusdóttir (12. mars 1944 – 7. febrúar 2019) er meðal þeirra fjölmörgu íslensku myndlistarmanna sem hafa öðlast meiri frama meðal erlendra þjóða en hér heima. Hún menntaðist í Bretlandi, m.a. í Ruskin-listaskólanum í Oxford, er mótuð af meginstraumum breskrar myndlistarhefðar og þar hefur orðstír hennar vaxið ár frá ári. En myndheimur hennar er íslenskur, myndefnið sækir hún ekki síst í æskuminningar sínar, úr þeim hefur hún skapað það sem breski listamaðurinn Harry Eccleston kallaði „veröldina hennar Karólínu“ og er nú þekkt víða um heim. Karólína varð félagi í Hinu konunglega félagi breskra vatnslitamálara, The Royal Watercolor Society, árið 1992. Hún er einnig félagi í The New Art Club og Royal Society of Painter-Printmakers frá árinu 1986 og hefur unnið til fjölda verðlauna.

Scroll to Top

Fyrirspurn um verk í umboðssölu